Felix

Felix Bergsson leikari og söngvari hóf ungur að stíga á svið og lék sitt fyrsta aðalhlutverk í Þjóðleikhúsinu 11 ára gamall í barnaleikritinu Krukkuborg.  Hann varð landsþekktur sem söngvari Greifanna á níunda áratugnum, þá ennþá í Verzlunarskólanum.  Felix lærði til leikara í Skotlandi og hefur frá útskrift 1991 komið víða við í menningarlífinu. Hann hefur leikið burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsi, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og sjálfstæðum leikhópum.  Hann hefur í félagi við aðra rekið leikhópana  Á senunni og Bandamenn.  Þá hefur hann leikið í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum.

Felix hefur einnig unnið að skriftum og sem þáttagerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi.  Hann sent frá sér plötur, mynddiska,

Felix Bergsson

Felix Bergsson

bækur og leikrit.  Þá hefur hann verið virkur í baráttu fyrir mannréttindum.

Felix er sonur Ingibjargar S. Guðmundsdóttur fyrrverandi hjúkrunarfræðings og Bergs Felixsonar fyrrverandi framkvæmdastjóra.  Hann  er giftur Baldri Þórhallssyni stjórnmálafræðingi og eiga þeir tvö börn, Guðmund Felixson og Álfrúnu Perlu Baldursdóttur.