Bergsson og Blöndal

Felix Bergsson og Margrét Blöndal hafa verið Bergsson og Blöndal á Rás 2 frá árinu 2010.  Bergsson og Blöndal er gríðarlega vinsæll morgunþáttur á laugardögum, útsending hefst að loknum fréttum kl. 8 og stendur til hádegisfrétta kl. 12.20

Felix og Margréti er ekkert mannlegt óviðkomandi.  Þau ræða allt milli himins og jarðar en halda sig þó á jákvæðu nótunum og taka ekki þátt í pólitísku argaþrasi.  Topp 10 listinn er fastur liður og þar gera þau lista um ótrúlegustu hluti með aðstoð hlustenda sinna.

Heimasíðu þáttarins má finna á www.ruv.is/bergsson-blondal  Þar er að finna alla nýjustu þættina, upplýsingar um efni þáttanna og einstakar upptökur.