Leikhópurinn
Á senunni, Tjarnarbíó og Drill Hall í London kynna:
Ævintýrið um Augastein
Frábær jólasýning fyrir alla fjölskylduna!
Snýr aftur heim í Tjarnarbíó og leikferð til
London! Leikhópurinn Á senunni
kynnir enn á ný hina margrómuðu og yndislega
fallegu jólaleiksýningu Ævintýrið um
Augastein eftir Felix Bergsson, í samstarfi við
Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds, sem
verður að nýju sýnd í nóvember og desember 2010
í hinu nýuppgerða og glæsilega Tjarnarbíói
við Tjarnargötu (www.tjarnarbio.is) Íslensk útgáfa
verksins var einmitt frumsýnd í Tjarnarbíói árið
2003. Það má því segja að Augasteinn sé kominn
aftur heim! Sýningin var upprunalega hönnuð sem farandsýning
og þetta árið fer hún enn á flakk. Á
síðasta ári var hún sýnd á NICE
listahátíðinni í Liverpool og sló í gegn í
Unity leikhúsinu. Áhorfendur fylltu tvær sýningar og skemmtu
sér hið besta (sjá dóm: http://
hopestreet.co.uk/2009/11/icelandic-puppets-at-unity-theatre/) Einnig var haldið
með sýninguna til London á vegum Drill Hall leikhússins (www.drillhall.co.uk). Það verður
endurtekið í ár og farin leikferð í skóla í
nágrenni London áður en haldið verður aftur heim í
Tjarnarbíó. Þess má geta að barnabókin
Ævintýrið um Augstein fékk glimrandi viðtökur fyrir
jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka.
Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í
London árið 2002 og á Íslandi árið 2003. Verkið
byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en
ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er
Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun
í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina sem læra smám
saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á
snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta.
Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm
Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í
garð? Það er Felix Bergsson sem leikur öll hlutverkin í
Ævintýrinu um Augastein. Brúður og leikmynd eru eftir
Helgu Arnalds, lýsingu hannaði Jóhann Bjarni
Pálmason og tónlistin var útsett af
Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni fyrir
Háskólakórinn undir stjórn Hákons
Leifssonar. Hljóðmynd er verk Sveins Kjartanssonar.
Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Nánari upplýsingar, myndir og annan fróðleik má finna
á www.senan.is og miðasala er á www.midi.is
Sýningar sem í boði eru verða sunnudagana 28.
nóvember og 12. desember kl. 14.00 og 16.00 og
19. desember kl. 13.00 Athugið – aðeins
þessar 5 sýningar á Íslandi!!
Leikhópurinn Á senunni sem
hélt upp á 10 ára afmæli á síðasta ári
fékk Grímuna fyrir leiksýningu ársins árið
2003, Kvetch og aftur árið 2007 fyrir
barnasýningu ársins, Abbababb!
„Þetta leikrit Felix Bergssonar er þeim kostum búið að
hér er fullt af dramantískri spennu..“ „Hér er margt sem
gleður augu og eyru, ekki síður fullorðinna en barna... ef einhver
hefur einhvern tímann átt erfitt með að komast til botns í
gátunni um hvernig gömlu, hrekkjóttu sauðalitajólasveinarnir
urðu að hinum gjafmildu öðlingum sem þeir eru í dag,
þarf sá hinn sami að drífa sig í leikhús í
fylgd nokkurra ungra leikhúsáhugamanna og finna svarið. Felix er
nefnilega búinn að komast að þessu og miðlar því
á dæmalaust einstakan máta ... nú fyrir jólin.“
(SH, Mbl.) „Yndisleg sýning þar sem hæfileikar Felixar til
að ná til barna nýtast að fullu! ... Perla!“ (SS, Rás
2) „Sagan af Augasteini litla stendur fyllilega fyrir sínu
því þetta er yndisleg saga..“ „Allt um vefjandi
einlægni og kærleikur gefa bókinni mikið gildi. Felix hefur
sprelllifandi frásagnargáfu..“ (dómur um bókina, KHK,
Mbl.) „This was a very entertaining show for all ages t... With humour, song
and expert story-telling skills from Felix we were all engrossed from begining to
end.“ (dómur www.hopestreet.co.uk)
„Við fórum í gær með rútu og vorum 15
mínútur á leiðinni og þetta fjallaði um 13
jólasveina og eitt lítið barn og grílu og jólaköttinn
og þetta ver mjög skemmtilegt leikrit og findið og það var
hangikjöt. Og í leikritinu voru Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur,
Hurðarskellir, Gáttaþefur, Kertasníkir og allir hinir
jólasveinarnir. Og það var kertaljós, kústur og
gærur og allir eða ég veit það ekki. En allavega
´ég skemmti mér vel og leikarinn var í gömlum
fötum.“ (Konni í Ólafsvík, af heimasíðunni
http://netheimar.net/
aefintyrid_um_augastein.htm) |