Leikrit eftir Felix Bergsson

Felix Bergsson hefur á ferli sínum skrifað nokkur leikrit sem hafa verið leikin bæði í atvinnu og áhugamannaleikhúsum.

Fyrsta verkið var Hinn fullkomni jafningi (The Perfect Equal) sem kom fyrir sjónir almennings í uppsetningu Leikhópsins Á senunni árið 1999.  Verkið hlaut góðar viðtökur og var leikið heima og erlendis.  Næsta leikrit Á senunni var líka eftir Felix í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds.  Það heitir Ævintýrið um Augastein (The 13 Yule Lads) og var frumsýnt í London árið 2002.  Þá skrifaði Felix á þessum sama tíma verk sem heitir Stóri bróðir og er tilbúið til flutnings.  Enn hefur það ekki verið flutt opinberlega.

Af verkum sem Felix hefur skrifað fyrir áhugaleikhópa eru söngleikirnir Slappaðu af!, Hey þú, Eitís og Sódóma.  Sum þessara verka hafa verið sett upp að nýju.  Þá vann hann ásamt Jakobi Þór Einarssyni verk um ljóðskáldið Halldór Laxness.