Borgin á lista yfir plötur ársins

Þær gleðifréttir bárust í dag að Borgin hefði komist inn á tvo topplista yfir plötur ársins! Annarsvegar var það Tónskrattinn Björn Jónsson sem setti plötuna í sjötta sæti á sínum lista. Í dómi um plötuna skrifaði Björn:

„Textarnir hjá Felix finnst mér stórfínir, fullir af hlýjum tilfinningum margir, einlægir og vekja mann til umhugsunar um lífið og tilveruna. Þeir eiga ekki sístan þáttinn í að hér tekst svona ljómandi vel til.  Þetta er ekki plata sem á að vera með „Best fyrir“ merkingu eins og margar, því hún þolir vel ítrekaðar spilanir og er klárlega með skemmtilegri poppplötum sem ég hef heyrt lengi og óska ég aðstandendum til hamingju með vel unnið verk.“

Platan fær svo 4 stjörnur af 5 mögulegum.

Dr. Gunni gerir svo lista yfir 20 bestu innlendu plötur ársins og þar lendir Borgin í 11. sæti. Gunni sagði um plötuna þegar hún kom út:

„Flott útkoma, finnst mér, og hin fínasta poppplata hjá Felixi vini mínum.“