Tónleikaferðin er hafin!

Tónleikaferð Felix Bergssonar vegna útgáfu Borgarinnar er hafin.

Útgáfutónleikarnir fóru fram á Cafe Rósenberg í Reykjavík í lok ágúst og heppnuðust einstaklega vel.  Með Felix var hljómsveit skipuð þeim Stefáni Má Magnússyni, Karli Olgeirssyni, Friðriki Sturlusyni og Bassa Ólafssyni.  Sérstakur gestur var Hildur Vala Einarsdóttir.  Fjölmargir gestir gerðu góðan róm að tónleikunum.

Í vikunni hófst svo ferð Felix ásamt Hlyni Ben um landið.  Hlynur er mörgum að góðu kunnur, frábær tónlistarmaður frá Neskaupstað sem hefur gefið út plöturnar Telling Tales (2008) og Leiðin heim (2014).  Á tónleikunum sem bera yfirskriftina GOTT KVÖLD flytja þeir félagar lög af plötunum sínum, segja sögur og gantast.

Tónleikar verða sem hér segir:

25. september – Borgarnes, Landnámssetrið

26. september – Hella, Hótel Stracta 

2. október – Stykkishólmur, Vatnasafnið 

Allir tónleikarnir hefjast kl. 21.00.  Næstu dagsetningar verða auglýstar hér en félagarnir lofa að heimsækja alla landshluta á þessari tónleikaferð.

1072374_10204786077191273_7602785475784618610_o