Forsíða

Augun þín

Nýtt lag af Borginni er nú komið í spilun á útvarpsstöðvar. Lagið heitir Augun þín og er eftir Einar Tönsberg eða Eberg eins og hann kallar sig. Felix semur ljóðið sem er ástarsöngur til eiginmanns hans, Baldurs. Í ljóðinu vísar höfundur í Vísur Vatnsenda-Rósu en þær voru einmitt sungnar þegar Felix og Baldur giftu sig í lok árs 1999.

Myndbandið við lagið var gert í nóvember á heimili Baldurs og Felix við Skerjafjörð. Leikstjóri er Selfyssingurinn Jón Grétar Jónasson en hann er ungur kvikmyndagerðamaður sem útskrifast frá Kvikmyndaskóla Íslands á næsta ári. Myndbandið er draumkennt og rómantískt, hversdagslegt en upphafið í anda lagsins.

Myndbandið má bæði finna á Youtube og á Vimeo.