Söngtextar á Borginni

Borgin – Felix Bergsson

Hönnun umslags er verk Jóns Þorgeirs Kristjánssonar, Jorra

Hönnun umslags er verk Jóns Þorgeirs Kristjánssonar, Jorra

Söngtextar

1. Næturljóð (lag Jón Ólafsson / texti Felix Bergsson)

hlust‘ á borgarhljóð

fögur næturljóð

ég bíð og vaki eftir þér

 

næturkulið svalt

sækir að en allt

er gott – ég doka eftir þér

 

ég elska þessa borg

næstum eins og þig

í öngþveitinu loks við fundum frið

 

:Komdu til mín – komdu fljótt

ég þrái þig og þessa nótt

leyfðu mér að hlýja þér

alltaf vil ég vera hér:

 

Í gegnum næturklið

tímans þunga nið

ég finn að senn er von á þér

 

ég elska þessa borg

næstum eins og þig

í öngþveitinu loks við fundum frið

 

2.  Augun þín  (lag Eberg / texti Felix Bergsson

vakna til lífsins og fálma eftir þér

finn frá þér hitann, hamingjan er hér

vorið á glugga og birt‘ í brjósti mér…

 

horfi í augun þín

þá fallegustu steina

 

sitjum með kaffið og horfum út á haf

tímanum týndum, hann sökk á bólakaf

og hjarta mitt gjöfin – til þín – sem glaður ég gaf

 

við sitjum hér tveir – og kyrrðin…

 

horf í augun þín

þá fallegustu steina..

 

við sitjum hér tveir – og þögnin

 

 

3.  Gemmér annan séns  (lag Ottó Tynes / texti Felix Bergsson)

Sit á miðju torgi – sólin kemur upp

í fjarlægð dapurt villikattabreim

Sálin eins og síminn minn, brotinn, rafmagnslaus

veit ég ætti að vera farinn heim

 

Leyf mér taka þig í fangið

leggja hjarta þitt við mitt

hvísla í þitt eyra

og kyssa brosið þitt

leyf mér reyna einu sinni enn

gemmér annan séns!

 

ég skal fylgja þínum ráðum

vinna að því eið

að feta þrönga stíginn

ég skal fara þína leið

leyf mér reyna einu sinni enn

gemmér annan séns!

 

skjálfandi af kulda, skríð ég loks af stað

skelfilega er haustið stundum kalt

ráfa fram á rónagrey, líður honum eins?

ræflinum sem eyðilagði allt

 

Leyf mér taka þig í fangið

leggja hjarta þitt við mitt

hvísla í þitt eyra

og kyssa brosið þitt

leyf mér reyna einu sinni enn

gemmér annan séns!

 

ég skal fylgja þínum ráðum

vinna að því eið

að feta þrönga stíginn

ég skal fara þína leið

leyf mér reyna einu sinni enn

gemmér annan séns!

 

4.  Í kvöld  (lag og texti Dr. Gunni)

hlustaðu á regnið

hryggja rúðurnar

horfð‘á landslag leysast upp

hlustaðu á rokið

hamast tilgangslaust

 

en það er óþarf að hugsa

og það er ekkert sem fær því breytt

að það er ekkert sem vantar þegar ég og þú erum eitt

 

ég elska þig – ég elska þig í kvöld

í kvöld

eigum lítinn ástarfund – í kvöld

 

kasta tengingum

þú spyrð mig bleika

ég veit ekki hver lék Derrick

hér er ekkert samband

í útvarpinu suð.

 

en það er óþarf að hugsa

og það er ekkert sem fær því breytt

að það er ekkert sem vantar þegar ég og þú erum eitt

 

ég elska þig – ég elska þig í kvöld

í kvöld

eigum lítinn ástarfund – í kvöld

 

5.  Hvert liggur leið?  (lag Jón Ólafsson / texti Felix Bergsson)

Horfi á barnið skynja heiminn

stíga nokkur spor

móti framtíð sem í fyrst‘er

ljúft og sólríkt vor

 

Allir er‘að leita svara

leysa gátuna

Flestir vilja verða góð

og göfug manneskja

 

því er svo gott að doka um stund

staldra við, staldra við

hugs‘eins og barn

finna sitt ljós

hver er ég?

hverjir voru þeir draumarnir sem ég átti alla tíð?

hvað hefur ræst?

hvert liggur mín leið?

já hvert liggur mín leið?

 

leitin leiðir manninn víða

villist oft af leið

gatan getur orðið torsótt

þótt hún virðist greið

 

en kannski er það ekki flókið

kannsk‘er ekkert svar.

Best að líta inn á við

og leita lausna þar

 

6.  Horfði á eftir þér  (lag Eberg / texti Felix Bergsson)

horfði á eftir þér

út í buskann

svo hvarfstu sjónum mér

út í buskann

út í buskann

 

ég skildi ekki neitt

alveg tómur

fékk ekki neinu breytt

alveg tómur

alveg tómur

 

við hlupum alltof hratt

alltaf alltof hratt

aldrei tími, enginn tími

 

nú sit ég hérna einn

horfi í tómið

sorgin þungur steinn

tár í tómið

horfi í tómið

 

með hjartað fullt af þrá

hugsa til þín

svo erfið eftirsjá

hugsa til þín

alltaf til þín

 

Við hlupum alltof hratt

alltaf alltof hratt

aldrei tími, enginn tími

við hlupum alltof hratt

þú veist að það er satt

aldrei tími, enginn tími

 

7.  Eydís  (lag Karl Olgeirsson / texti Felix Bergsson)

svo gott – svo ljúft

var líf okkar þá

hreint og beint – aldrei vesen

ég söng – þú með

tók þig í mitt fang

ég gleymi þér aldrei….

 

og ég sakna þín Eydís

ég sakna þín svo sárt

þá lífið var svo hreint – og klárt

og þó að veröldin breytist

við breytumst ekki neitt

ó, ég sakna þín Eydís

svo djúpt, svo heitt.

 

eitt blikk – eitt bros

og stundum blíður koss

við áttum heiminn – og tunglið líka

gengum heim – sumarnótt

svo ljúf fyrirheit (heit)

sú nótt gleymist ástin mín – aldrei..

 

því ég sakna þín Eydís

ég sakna þín svo sárt

þá lífið var svo hreint – og klárt

og þó að veröldin breytist

ég breytist ekki neitt

ó, ég sakna þín Eydís

svo heitt – ooohhh

 

en svo kom haustið kalt þú hvarfst á braut

með þér hvarf sakleysið ég ráðvilltur að feigðarósi flaut

 

ó hvað ég sakna þín Eydís

ég sakna þín svo sárt

þá lífið var svo hreint – og klárt

Ég sakna þín Eydís

Sakna ljóst og leynt.

Því lífið var svo hreint – og beint.

og þó að veröldin breytist

við breytumst ekki baun.

Ó, ég sakna þín Eydís

svo heitt – á laun.

 

8.  Sólin  (lag Karl Olgeirsson / texti Felix Bergsson

mánudagur – lífið virðist ömurlegt og grátt

úti hamast hríð á glugga – sífelld norðanátt

kuldinn víkur undan – ég finn yl

og skyndilega birtir aftur til

 

sólin – hún kemur inn með þér

sólin – á stað í hjarta mér

þú ert sjálfur lífsins geisli

brosið þitt og augun bræða ís

og vonin upp úr vonleysinu rís

 

fastur undir fargi tímans – kem mér ekk‘ af stað

get með engu móti skilið hvað möguleg‘ er að

þá skyndilega birtir aftur til

kuldinn víkur undan og ég skil…

 

… að sólin – hún kemur inn með þér

sólin – á stað í hjarta mér

þú ert sjálfur lífsins geisli

brosið þitt og augun bræða ís

og vonin upp úr vetrardrunga rís

 

9.  Móna Lísa  (lag Ottó Tynes / texti Bjartmar Guðlaugsson)

Lísa,

næturinnar Móna Lísa

Drottning sem allir dá og prísa

Hún er sú sem allir þrá

 

Lísa,

næturinnar Móna Lísa.

Fær vilja og vonir til að rísa.

Gyðjan sem allir horfa á.

 

Dagsbirtan hana felur, enginn veit hvar Lísa dvelur.

Hvar er hún, enginn spyr að því.

Næturhúmið finnur hana á vísum stað, af gömlum vana.

Allir vilja fanga hana.

 

Lísa,

Næturinnar Móna Lísa.

Drottning sem allir dá og prísa.

Hún er sú sem allir þrá.

 

Elskar hún af heilu hjarta, þó hún veiti blíðu bjarta.

Enginn veit þó hennar innstu þrá.

Þó óræð augu hennar tæli og ástúð veiti í miklu mæli.

Skildi hún þrá að elska aðra?

 

10.  Í gulu húsi  (lag Sigurður Örn Jónsson / texti Felix Bergsson)

lífið,

eins og leikur

er ég keikur

gekk  um borg

 

frelsið

hafði fundið

burtu hrundið

sárri sorg

 

og þá birtistu mér

ég sá lífið í augum þér

 

í því húsi, gulu húsi

hjörtun tengdust og tendruðu bál

í því húsi, gulu húsi

þar ég fann mína tvíburasál

 

í sálu

minni þreyta

vildi leita

finna svar

 

feiminn

ó svo feiminn

fann ég heiminn

breytast þar

 

því þar birtistu mér

ég sá lífið í augum þér

 

í því húsi, gulu húsi

hjörtun tengdust og tendruðu bál

í því húsi, gulu húsi

þar ég fann mína tvíburasál