Plata vikunnar á Rás 2

Felix þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á útgáfutónleikana á Rósenberg í síðustu viku.  Stemmningin var mögnuð og viðtökur tónleikagesta jákvæðar og hlýjar.  Felix söng öll lögin af Borginni auk nokkurra laga af Þögulli nóttinni sem gaman var að rifja upp.  Hildur Vala Einarsdóttir söng með af stakri prýði og hljómsveitin sem skipuð var þeim Karli Olgeirssyni, Stefáni Má Magnússyni, Bassa Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni fór á kostum.

10462692_10152683600783784_7888679708018515873_n

 

 

 

 

 

Borgin er Plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna og því munu öll lögin hljóma þar með reglulegu millibili ásamt kynningum Felix.

Þeir sem vilja festa kaup á Borginni geta sent okkur póst á netfangið senan@senan.is og við sendum plötuna um hæl!