Útgáfutónleikar 28. ágúst

Felix Bergsson heldur útgáfutónleika Borgarinnar fimmtudaginn 28. ágúst 2014 á Café Rósenberg í Reykjavík.  Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og aðgangseyrir er 2200 krónur.  Aðeins er selt inn á staðnum og hefst miðasala kl. 19.00.  Geisladiskurinn Borgin verður einnig til sölu á tónleikunum.

Með Felix á tónleikunum verður einvalalið tónlistarmanna.  Karl Olgeirsson spilar á hljómborð og píanó, Stefán Már Magnússon á gítar, Bassi Ólafsson trommar og bassann plokkar Friðrik Sturluson.  Nýja platan, Borgin, verður öll leikin og svo læðast inn lög af Þögulli nóttinni og nokkur tökulög sem Felix hefur sungið í gegnum tíðina.

Felix setti nýtt lag af Borginni í spilun nýlega.  Það heitir Gemmér annan séns og er eftir Ottó Tynes.  Textinn er eftir Felix.

Promomynd vegna Borgarinnar Ljósm - Jorri

Promomynd vegna Borgarinnar
Ljósm – Jorri