kvetch vikunnar     leikritið     leikarar     berkoff     tenglar     sýningar & miðasala

Kvetch hlýtur 7 útnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna 2003!
Tilnefningarnar sem Kvetch hlaut eru:

Sýning ársins
Leikstjóri ársins (Stefán Jónsson)
Leikkona ársins (Edda Heiðrún)
Leikari ársins í aukahlutverki (Ólafur Darri)
Sviðsmynd ársins (Snorri Freyr)
Lýsing ársins (Sigurður Kaiser)
Tónlist ársins (Jón Hallur Stefánsson)

Kvetch hlýtur útnefningu til menningarverðlauna DV í leiklist!
Nánar...

...Steinn Ármann Magnússon og Edda Heiðrún Backman fara með aðalhlutverkin og eru hvort öðru betra. Bæði ná því að vera hlægileg og brjóstumkennanleg í senn og samspil þeirra er kraftmikið. Það er mjög gaman að sjá þau brillera svona...(Múrinn 21.1.2003)
Nánar...

... Edda Heiðrún Backman toppar svo allt saman með hnitmiðuðum og stórkostlegum gamanleik....(Ragnheiður Skúladóttir, prófessor við LHÍ)
Nánar...

Veisla!
... ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þesari leiksýningu... (SA, Mbl.)

Grátbroslegar hvunndagshetjur
... Kvetch er bráðskemmtileg sýning sem á vonandi eftir að ylja mörgum í skammdeginu... (HF, DV)
Nánar...

kvetch...

Um leikritið Kvetch.
Kvetch fjallar um 5 einmana manneskjur í firrtum heimi og stöðugan kvíðan sem nagar þau inn að beini. Titillinn er tekinn úr mállýsku amerískra gyðinga í New York og þýðir einmitt kvíði eða angist. Verkið gerist í kringum þau Frank og Donnu, hjón sem eiga fátt orðið sameiginlegt nema ef vera skyldi endalausa angist og hræðslu hvort við annað og umhverfið. Samstarfsfélagi Frank, Hal, kemur í heimsókn. Hal reynist jafn hræddur og þau hin og úr verður flétta sem ekki verður stöðvuð. Verkið er meinfyndið og absúrd og kemur verulega við kauninn á okkur nútímamönnum. Það daðrar við að vera trúðleikur á köflum, jafnt fyndin sem skerandi sorglegur. Aðstæður persónanna eru dapurlegar og kunnuglegar, hugsanir fólksins (sem eru talaðar í verkinu) eru einnig dapurlegar og kunnuglegar en þegar þetta kemur allt saman verður útkoman drepfyndinn hrærigrautur.




Leikstjóri:
Leikmynd:
Gervi:
Lýsing:
Tónlist:
Leikarar:




Þýðandi:
Vefur:
Framkvæmda- stjórar:
Stefán Jónsson
Snorri Freyr Hilmarsson
Ásta Hafþórsdóttir
Sigurður Kaiser
Jón Hallur Stefánsson
Edda Heiðrún Backman
Felix Bergsson
Margrét Ákadóttir
Ólafur Darri Ólafsson
Steinn Ármann Magnússon
Ólafur Haraldsson
Anok margmiðlun ehf.
Jón Þór Þorleifsson /Felix Bergsson