Næstu sýningar...
Miðasala fer fram í Borgarleikhúsinu.
sími 568 8000
senan@senan.is
|
Kvetch útnefnt til Menningarverðlauna DV í leiklist!!
17.02.2003
Þær gleðifréttir bárust í dag að uppsetning leikhópsins Á senunni á Kvetch hefði verið útnefnd til menningarverðlauna DV í leiklist. Þetta er feikilegur heiður fyrir hópinn og Stefán Jónsson leikstjóra. Í umsögn dómnefndar segir:
Uppsetning Stefáns Jónssonar á þessum gráglettna gamanleik hjá Á senunni var einstaklega vel heppnuð og þar lagðist allt á eitt; útsjónarsöm en táknræn leikmynd, búningar og gervi sem styrktu og skerptu persónusköpun, frábær lýsing og hljóðmynd sem er snilldarlega samtvinnuð framvindunni en umfram allt ótrúlegur kraftur sem var beislaður í þágu sýningarinnar. Frammistaða leikara er eins og best verður á kosið og eflaust munu margir minnast magnaðrar túlkunar Eddu Heiðrúnar Backman um ókomna tíð.
Aðrir sem hlutu útnefningu voru vinir okkar hjá Vesturporti, Harpa Arnardóttir leikkona, Björn Bergsveinn Guðmundsson ljósameistari og Sveinn Einarsson leikstjóri.
Þessi heiður hvetur leikhópinn Á senunni áfram í listrænu starfi. Kvetch nýtur nú mikillar velgengni og verður sýnt áfram í Borgarleikhúsinu (sjá næstu sýningar), ljóðadagskráin “Ég býð þér dús mín elskulega þjóð..” heldur áfram yfirreið sinni um landið og barnaleikritið “Greela and the 13 Yule Lads” verður tekið aftur upp í London næsta vetur. Þá eru önnur verkefni í burðarliðnum en um þau verður tilkynnt síðar.
|