kvetch vikunnar     leikritiđ     leikarar     berkoff     tenglar     sýningar & miđasala



EDDA HEIĐRÚN BACKMAN lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1983 og lék ţá strax ađ námi loknu hlutverk Árdísar í Hart í bak hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún lék í upphafi ferils síns í Ţjóđleikhúsinu í Milli skinns og hörunds, Lygaranum og í söngleikjunum Gćjum og píum og Vesalingunum, ţar sem hún söng hlutverk Cosette. Međal hlutverka hennar hjá LR eru Dollý í Ţar sem djöflaeyjan rís, Ţórdís í Sveitasinfóníu, Vegmey Hansdóttir í Höll sumarlandsins, Mimí í Evu Lúnu og Sally Bowles í Kabarett. Edda lék Audrey í Litlu hryllingsbúđinni og titilhlutverkiđ í Rauđhóla-Ransí, hvort tveggja hjá Hinu leikhúsinu, og hjá Frú Emilíu lék hún Lafđi Macbeth í Macbeth, Vörju í Kirsuberjagarđinum og söng ađalkvenhlutverkiđ í óperunni Rhodymenia palmata. Međal hlutverka Eddu Heiđrúnar í Ţjóđleikhúsinu eru Myrta í Himneskt er ađ lifa, Helga í Elín Helga Guđríđur, söngkona í Rómeó og Júlíu, ýmis hlutverk í Strćti, Donna Elvíra í Don Juan og Selía í Sem yđur ţóknast.

FELIX BERGSSON lauk leiklistarnámi frá Queen Margaret University College í Edinborg áriđ 1991. Hann hafđi ţá ţegar vakiđ athygli sem söngvari Greifanna, međal annars í hinu vinsćla lagi Útihátíđ. Felix hefur leikiđ jöfnum höndum í stóru leikhúsunum og međ frjálsum leikhópum. Međal hans helstu hlutverka í leikhúsunum eru Júngkćrinn í Íslandsklukku Halldórs Laxness, Tony í West Side Story, Ţór í Gauragangi, Nornin í Skilabođaskjóđunni, Eddy í Blóđbrćđrum, Fattur í Hatti og Fatti og Láki í Íslensku mafíunni. Felix er međal stofnenda leikhópsins Bandamanna, en sá hópur hefur sýnt ţrjár sýningar sinna víđa um heim. Ţá stofnađi Felix leikhópinn Á senunni ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur. Felix skrifađi og lék fyrsta verk hópsins, Hinn fullkomna jafningja, sem vakti feikilega athygli jafnt innanlands sem utan. Felix hefur líka komiđ ađ gerđ sjónvarpsefnis í ţáttum eins og Slett úr klaufunum, Stundin okkar, Fyrirgefđu og Popppunktur. Ţá gerđu hann og Gunnar Helgason leikna 24 ţátta röđ fyrir RÚV, jóladagataliđ Leitina ađ Völundi. Samstarf Gunna og Felix á sviđi vettvangi barnaefnis er landsfrćgt og hafa ţeir félagar sent frá sér myndbandsspólur, geisladiska og hljóđsnćldur međ leiknu efni. Ţá lék Felix í kvikmyndunum Íslenska draumnum og Karlakórnum Heklu. Hann hefur skrifađ barnabók, ótal dćgurlagatexta og tvö leikrit.

MARGRÉT ÁKADÓTTIR lauk námi frá Mountviem Theatre School í London áriđ 1978. Auk ţessa náms útskrifađist Margrét áriđ 2000 frá The University og Hertfordshire í leiklistarţerapíu og áriđ 2002 tók hún MA nám í leiklistarţerapíu í sama skóla.
Margrét hefur komiđ fram fjölda leikrita hjá atvinnuleikhópum, m.a. hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Ţjóđleikhúsinu og Alţ. Leikhúsinu. Hlutverkin sem Margrét hefur leikiđ í gegnum árin eru ađ nálgast fimmta tuginn. Margrét hefur einnig leikiđ í allmörgum kvikmyndum og af ţeim má nefna Djöflaeyjuna, Magnús og Fíaskó.

ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON útskrifađist úr leiklistarskóla Íslands 1998, lék ađallega hjá Ţjóđleikhúsinu fyrsta veturinn. Ţar sem hann lék Kader (Bróđir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren), Óskar Ísdal (Mađur í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman), póst ofl. (Glanni Glćpur í Latabć eftirMagnús Scheving), ýmis hlutverk í Gullna hliđinu eftir Davíđ Stefánsson og Kristján háseta í Landkrabbanumeftir Ragnar Arnalds. Hann fór međ hlutverk Grígoríj Smirnovs landeigenda í Birninum eftir Anton Tsjekhov í hádegisleikhúsi Iđnó (2000) og Marks í Shopping & Fucking eftir Mark Ravenhill sem sýnt var í Nýlistasafninu á vegum Egg-leikhússins og síđar í Loftkastalanum. Hann flutti einleikinn Nóttin skömmu fyrir skógana eftir Bernard-Marie Koltés í strćtisvagni 1998 og í útvarpi 1999. Einnig hefur hann leikiđ í útvarpsleikritum, auk sjónvarps- og kvikmynda, m.a. 101 Reykjavík, Fíaskó, Perlur og svín og í sjónvarpsmyndinni Úr öskunni í eldinn ţar sem hann lék Jón Árna götusópara. Ólafur Darri setti upp gamanleikinn N.Ö.R.D. međ leikfélagi Verslunarskóla Íslands áriđ 1999 og Platanov eftir Anton Tsjekhov međ leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík á síđasta ári.

STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON útskrifađist frá Leiklistarskóla Íslands 1989. Hann hefur leikiđ hjá ýmsum leikhúsum og leikhópum, m.a. Nabba í Djöflunum, McDuff í Makbeđ og námsmann í Kirsuberjagarđinum hjá Frú Emelíu, Sigga sćta í Latabć í Loftkastalanum og Baldur í Töfrasprotanum og soninn í Tartuffe hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék í kvikmyndunum Veggfóđri, Einkalífi og Tár úr steini. Í Ţjóđleikhúsinu hefur Steinn Ármann m.a. leikiđ í Örfá sćti laus, Magnús Stephensen í Gleđispilinu, Sóransó í Leitt hún skyldi vera skćkja, Gullinstjörnu í Hamlet og Sigga sćta í Glanna glćp í Latabć.

Leikstjórinn STEFÁN JÓNSSON útskrifađist sem leikari frá Guildhall School of Music and Drama í London 1989.Hann starfađi fyrstu árin,eftir heimkomu,hjá Leikfélagi Reykjavíkur en hefur veriđ fastráđinn hjá Ţjóđleikhúsinu hin seinni ár. Af nýlegum hlutverkum má nefna:Levín í Önnu Karenínu,Veislustjórann í Veislunni,Karíus í Karíusi og Baktusi,Húbert í Laufunum í Toscana,Sendibođann í Antígónu o.fl.Stefán hefur leikstýrt talsvert í framhaldsskólum undanfarin ár.Kvetch er hans annađ leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi en ţađ fyrsta var Björninn e.Anton Chekhov hjá Leikfélagi Íslands.