kvetch vikunnar     leikritið     leikarar     berkoff     tenglar     sýningar & miðasala

Er eitthvað að angra þig?
Sendu okkur línu og deildu með okkur Kvetch-unum þínum.
Í nóvember veljum við bestu Kvetch-ana og verðlaunum höfundana með aðgangsmiðum á Kvetch í Vesturportinu.

Segðu frá...

Kvetch vikunnar ....

Ég keyri um á Benzanum mínum með stolti þess, sem veit, hann er á því besta. Leðursætin umlykja mig og varla heyrist í umhverfinu. Þegar ég ek um bæinn horfa menn á bílinn. Ég veit ég er á toppnum og líð um í sælu þess manns, sem veit hann er á því besta sem peningar geta keypt.

Vonandi bilar ekkert !!! Þetta er nú orðinn gamall bíll og farinn að slitna. Ef hann bilar á ég ekkert fyrir viðgerðinni. Þá segir konan að við hefðum átt að kaupa nýjan Skoda í stað þessarar gömlu druslu. Leðursætin eru nú bara vinyl cover. Andskotinn !! Hvaða hljóð er þetta í vélinni ??? Bara druslan dugi nú í Ríkið og heim aftur. Ó boj !!!

Stefán




Auðvitað er lífið manns allt fullt af Kvetch-um. En sá stærsti í mínu lífi er tengdamamma mín. Í hvert sinn sem ég hitti hana þá byrjar hún, veltir sér uppúr því hvað ég sé að gera, hvort að það sé ekki kominn tími á það að fá mér almennilega vinnu, ég verði nú að skaffa aura til heimilisins í framtíðinni líka. Og auðvitað veldur þetta því að ég þori varla að koma heim til hennar. Ég veit að þá bíður mín yfirheyrsla í rúman klukkutíma og hjartað á mér hamast og hamast. Aldrei er meiri léttir en þegar hún er kölluð á aukavakt á spítalnum. Þá nær maður að vera heima hjá tengdapabba í rólegheitum og horfa á boltann. En auðvitað hefur hún sína fínu kosti og er ekki alslæm en hún skilur bara ekki að fyrirsætustarfið er jafn erfitt ef ekki erfiðara en að vera læknir eða lögfræðingur.

Pétur

Aðrir Kvetchar...