kvetch vikunnar     leikritið     leikarar     berkoff     tenglar     sýningar & miðasala

Er eitthvað að angra þig?
Sendu okkur línu og deildu með okkur Kvetch-unum þínum.
Í nóvember veljum við bestu Kvetch-ana og verðlaunum höfundana með aðgangsmiðum á Kvetch í Vesturportinu.

Segðu frá...

Aðrir Kvetchar ....

Eitthvað að angra mig? Það er eitt sem er alveg að fara með mig þessa dagana. Hvað er verra en að byrja í nýju starfi og ná ekki að einbeita sér af því að einn af vinnufélögunum er ómótstæðilegur? Ég klæði mig upp á hverjum morgni fyrir hann og vanda mig mjög mikið við spegilinn á hverjum morgni. Allt er þetta gert til þess að ná athygli hans. Svo í hvert sinn sem hann kemur að borðinu hjá mér þá fyllist ég af angist, hvað á ég að segja, hvernig á ég að halla mér aftur, á ég að brosa breitt eins og ungabarn eða á ég að halda kyssulegum stút á vörunum? Ég veit aldrei hvað ég á að segja af því að ég er alveg hand viss um að segja eitthvað sem honum líkar ekki. Og auðvitað kemur það alltaf þannig út að ég viti ekkert í minn haus þar sem ég stama endalaust. Hvað á ég að gera???

Kolla

Kvetch vikunnar...