Sýningum lokið!
29.11.2005
Leikhópurinn Á senunni þakkar öllum sem hafa komið að Kabarett.
Sýningum er lokið.
Sýningar urðu 26 og áhorfendur rúmlega 9 þúsund. Að verkefninu hafa
komið tugir listamanna og starfsfólks.
Sérstakar þakkir fá stjórnendur og starfsfólk SPRON fyrir einstakan samstarfsvilja og skilning.
Aðrir styrktar og samstarfsaðilar fá einnig hjartans þakkir. Þeir eru:
Ríkisútvarpið, Allied Domecq, Codorniu freyðivín, Morgunblaðið, Kaffi
Sólon, Olís, Toyota, Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur, Netspor,
Á þakinu ehf, Krummafilms, Anok margmiðlun ehf, Ennemm auglýsingastofa, Orri
Vigfússon, Exton, Íslenska óperan og Reykjavíkurborg.
Við minnum á geisladiskinn með tónlistinni úr Kabarett sem fæst í öllum
betri hljómplötuverslunum. Drefing er í höndum Senu ehf.
Við minnum einnig á barnaleikritið Ævintýrið um Augastein sem við sýnum
í Tjarnarbíói og á Akureyri nú fyrir jólin (sjá www.senan.is
|
Nú fer að líða að lokum í Kabarett ævintýrinu.
04.11.2005
Síðasta sýning er 11. nóvember en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að setja inn 3 aukasýningar. Sýningar verða ekki fleiri! Aukasýningarnar eru 18., 25. og 26. nóvember og hefjast kl. 20.00. Sala er hafin.
Lífið er...
Heimildarmynd um lítinn leikhóp og risavaxin Kabarett í Reykjavík 2005.
31.10.2005
Sýnd í Ríkissjónvarpinu þriðjudagskvöldið 8. nóvember kl. 21.25.
Meira...
Kabarett - allt vitlaust á síðustu sýningar!
31.10.2005
Nú er orðið pakkuppselt á síðustu sýningar á Kabarett í Íslensku óperunni. Glæsilegt 2 fyrir 1 tilboð í Morgunblaðinu á sunnudaginn sprengdi miðasöluna og komust færri að en vildu. Leikhópurinn mun því bæta við aukasýningum í nóvember!
|