Söngleikurinn Kabarett er hugarsmíð þeirra Joe Masteroff, Fred Ebb og John Kander. Söngleikurinn Kabarett (Cabaret) er hugarsmíð Bandaríkjamannanna Joe Masteroff, Fred Ebb og John Kander. Grunnur verksins eru Berlínarsögur Christopher Isherwood sem komu út árið 1939 en nánari útfærslu mátti síðar finna í leikverkinu og síðar kvikmyndinni “I am a Camera” eftir John Van Druten. Berlínarsögur Isherwood vöktu athygli en hann náði ekki í raun heimsfrægð fyrr en söngleikurinn Kabarett kom fram í kringum 1970. Kvikmyndin var gerð árið 1972. Hún er klassískt verk sem skaut Lizu Minelli, Joel Grey og Michael York upp á stjörnuhimininn.
Söngleikurinn hefur verið settur upp víða um heiminn og með ýmsum stórstjörnum í burðarhlutverkum. Síðast sló verkið í gegn á Broadway með Alan Cummings og Natasha Richardson. Hér á Íslandi hefur Kabarett ratað þrisvar sinnum á svið atvinnuleikhúsa. Fyrst í Þjóðleikhúsi 1973, síðan hjá Leikfélagi Akureyrar og svo fyrir 11 árum hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsi. Í þessum sýningum var Sally Bowles leikin af Eddu Þórarinsdóttur, Ásu Hlín Svavarsdóttur og Eddu Heiðrúnu Backman. Kabarettkynnirinn Emmsé hefur verið leikin af Bessa Bjarnasyni, Guðjóni Pedersen og Ingvari E. Sigurðssyni. Þórunn Lárusdóttir og Magnús Jónsson eru því komin í góðan félagsskap!
|
Styrktaraðilar Kabaretts í
Íslensku Óperunni eru:
|