Lífið er...
Heimildarmynd um lítinn leikhóp og risavaxin Kabarett í Reykjavík 2005.
31.10.2005
Sýnd í Ríkissjónvarpinu þriðjudagskvöldið 8. nóvember kl. 21.25.
Í myndinni skyggnst á bak við tjöldin í vinnu sem er sveipuð ævintýraljóma en reynist oft erfiðari og lengri en menn grunar. Söngleikurinn Kabarett er frægur, tónlistin er dásamleg en hvernig tekst hinum íslensku listamönnum að fanga villta Berlínarstemmninguna frá 1932? Og hvernig fer lítill leikhópur með lítil fjárráð að því að koma svona risavöxnu verkefni á svið?
Krumma Films: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir fylgdu leikhópnum Á senunni eftir frá byrjun æfingaferilsins til frumsýningar á þessum glæsilega söngleik.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir er þrautreyndur heimildarkvikmyndagerðarmaður sem hefur fengist við margvísleg málefni sem oftast tengjast mannfræði, stjórnmálum og jafnrétti. Nú nýverið framleiddi hún raunveruleikaþættina Ástarfleyið.
Halla Kristín Einarsdóttir hefur m.a. unnið að kvikmyndum frá því er hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands. Heimildarmyndin "Lífið er..." er framleidd með glæsilegum stuðningi SPRON, E-kortsins og Nýsis.

 
     

Til baka...