Barnaleikritið Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson snýr aftur í Tjarnarbíó nú á aðventunni. Felix hefur sjálfur leikið verkið frá frumsýningu í London árið 2002 en nú eru tímamót því Orri Huginn Ágústsson leikari tekur við keflinu og segir söguna af drengnum Augasteini sem átti bara einn skó. Honum til aðstoðar á sviðinu er Guðmundur Felixson.
Aðrir listrænir stjórnendur eru þeir sömu og áður. Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir, Helga Arnalds gerði brúður og leikmynd, Jóhann Bjarni Pálmason gerði lýsinguna og hljóðmyndin er verk þeirra Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, Sveins Kjartanssonar og Háskólakórsins.
Ævintýrið um Augastein hefur göngu sína þetta árið þann 25. nóvember kl. 14.00 og svo verða sýningar fram að jólum. Miðasala er í Tjarnarbíói (www.tjarnarbio.is) og á www.midi.is