Tónleikar þeirra Felix, Stefáns Más Magnússonar og Jóns Ólafssonar í Neskaupstað og að Hlöðum Hvalfjarðarströnd gengu einstaklega vel og voru þeir félagar þakklátir áhorfendum fyrir góðar viðtökur og hlýju.
Næstu tónleikar verða á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, á Græna hattinum á Akureyri. Sérstakur gestur á þeim tónleikum verður söngkonan unga Marína Ósk Þórólfsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli að undanförnu.
Þá er hægt að upplýsa það að sérstakur gestur þeirra félaga í Hörpu 27. apríl verður engin önnur en leikkonan og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa. Samstarf hennar og Felix hefur verið sérstaklega gjöfult og má nefna leiksýninguna/plötuna Paris at night og lögin sem Hansa syngur á Þögulli nóttinni. Miðasala í Hörpu er hafin