Kabarett í fjórða sinn á fjalirnar í íslensku atvinnuleikhúsi: Gamla bíó titrar og nötrar meðan dansað er og sungið af öllum lífs og sálarkröftum í enn einni uppfærslunni af hinum góðkunna söngleik Kabarett. Á frumsýningunni fögnuðu prúðbúnir áhorfendur rassaköstum, dillandi söng og dansi auk endurkomu nokkurra leikara sem ekki hafa sést lengi á íslensku leiksviði.

Ærslafull leikgleði lífsþorstans.

Á Senunni sýnir í Gamla Bíó: Kabarett eftir Joe Masteroff, Fred Ebb og John Kander. Þýðing:Veturliði Guðnason. Leikstjóri:Kolbrún Halldórsdóttir.Danshöfundur:Margrét Sara Guðjónsdóttir. Leikmynd:Snorri Freyr Hilmarsson. Búningar: Hildur Hafstein.Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð: Ivar Bongo Ragnarsson. Gerfi: Kolfinna Knútsdóttir. Sýningarstjórn:Sólveig Elín Þórhallsdóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson. Leikendur: Felix Bergsson, Magnús Jónsson, Þórunn Lárusdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Borgar Garðarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Birna Hafstein, Soffía Karlsdóttir , Kristjana Skúladóttir, Orri H Ágústsson, Inga Stefánsdóttir og Ísak Ríkardsson. Hljómsveit: Sigtryggur Baldursson, Samúel Samúelsson, Matthías Stefánsson, Sigurður Flosason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Karl Olgeirsson. Frumsýning 4. ágúst.

Leiklist

Nú á undanförnum árum hefur það verið gegnumgangandi tíska ungs fólks að fylgjast lítið sem ekkert með fréttum, gefa skít í pólitík og látast almennt vera vitlausara en það er. Að troða fingrum upp í eyrun og gefa skít í allt nema momentið má segja að hafa líka verið ríkjandi hegðun meðal þeirra sem sveifluðu sér upp í hina geggjuðu hringekju skemmtanalífsins í henni Berlínarborg við upphaf fjórða áratugarins.

Sagan um hinn unga ameríska rithöfund Cliff Bradshaw sem þvælist milli stórborga til þess að leita sér að yrkisefni og ævintýrum og lendir í Berlínarborg, er flestum kunn enda hafa uppfærslurnar verið þó nokkrar og eins þekkja flestir af eldri kynslóðinni bíómyndina með Lizu Minelli. Raunar er það nú líklega svo að það er fyrst og fremst hún og hennar orkumikla útgeislun sem stendur upp úr í minningunni. Það er búið að framleiða ógrynnin öll af bíómyndum og söngleikjum eftir það, sem fjalla um nánast sama efnið.

Veldi nasista eykst með hverjum deginum
Næturglaumur lifir sjálfstæðu lífi meðan áhrif nasista á líf íbúanna magnast með degi hverjum. Við kynnumst Cliff Bradshaw fyrst þar sem hann situr í lest og við hlið hans lendir geðþekkur þjóðverji, Ernst Ludwig, sem beitir brögðum við að koma leyndardómsfullri tösku meðal farangurs Bradfords á landamærum Frakklands og Þýskalands. Þeir taka tal saman og verða vinir sem leiðir svo til þess að Ludwig reddar Cliff þessum gistingu hjá vinkonu sinni er Fraulein Schneider heitir. Ernst Ludwig kynnir svo Bradshaw fyrir því mesta og besta í þessari gleðiborg og á klúbbnum þar sem allt gerist, þar sem lífið er Kabarett kynnist hann söngkonunni Sally Bowles.

1/3 Næsta síða...

 
     

Til baka...