Veturliði Guðnason
Þýðandi

Fæddur á Ísafirði 1946. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1966, nám í þýsku, heimspeki og sálfræði við Kölnarháskóla 1966-1974. Yfirþýðandi Sjónvarpsins (RUV) 1974-78 og eftir fjögurra ára dvöl í Kaupmannahöfn þýðandi hjá Sjónvarpinu úr þýsku, dönsku og ensku. Löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur úr og á þýsku. Hann hefur þýtt fjöldann allan af sjónvarpsmyndum og myndaflokkum, einnig útvarpsleikrit og mörg  sviðsverk; bæði leikrit, svo sem Engla í Ameríku, Hvað um Leonardo? og Bláa herbergið fyrir Leikfélag Reykjavíkur, og söngleiki, svo sem Grease og Rocky Horror.

 
     

Til baka...