Sólveig Elín Þórhallsdóttir
Sýningarstjóri

Llærði sýningarstjórn í Central School of Speech and Drama í London og útskrifaðist þaðan árið 1997.
Hún var sýningarstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar 1997 – 1999, verkefni þar voru m.a. Söngvaseiður, Systur í syndinni og Pétur Gautur.
Sólveig var fastráðinn sýningarstjóri á Stóra sviði Borgarleikhússins hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu 1999 til haustsins 2004. Verkefni hennar hjá LR voru m.a. Litla Hryllingsbúðin, Kysstu mig Kata, Skáldanótt, Sól og Máni, Lína Langsokkur og Chicago. Einnig starfaði Sólveig með Íslenska Dansflokknum á þeim tíma sem hún var við störf í Borgarleikhúsinu.
Sólveig var sýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni í Sweeney Todd haustið 2004 og tók þátt í Toscu fyrr á þessu ári, bæði sem sýningarstjóri og kórsöngvari.
Einnig hefur Sólveig starfað við gerð sjónvarpsþátta hjá Sögn ehf.

 
     

Til baka...