Snorri Freyr Hilmarsson
Leikmyndahönnuður

SNORRI FREYR HILMARSSON lauk námi í leikmyndahönnun frá Tækniháskólanum í Birmingham 1989. Hann hefur gert leikmyndir bæði fyrir sjónvarp og leikhús. Meðal þeirra fjölda verkefna sem hann hefur unnið fyrir sjónvarp eru allar leikmyndir í þáttunum um Lazy Town (Latabæ). Snorri gerði m.a. leikmyndir fyrir Rommí og Stjörnur á morgunhimni í Iðnó og Öndvegiskonur og Boðorðin níu í Borgarleikhúsinu. Meðal verkefna Snorra við Þjóðleikhúsið eru Sannar sögur af sálarlífi systra, Glanni glæpur í Latabæ, Hægan Elektra, Laufin í Toscana, Lífið þrisvar sinnum og Rakstur. Þá hannaði Snorri leikmyndina í Sweeny Todd í ÍÓ og fyrir Úlfhamssögu í Hafnarfirði fyrir Annað svið.
Snorri Freyr hannaði leikmyndina í Kvetch fyrir Leikhópinn Á senunni árið 2002 og hlaut fyrir hana tilnefningu til Grímunnar.

 
     

Til baka...