Sigurður Flosason
Saxófónleikari

Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Mastersprófi 1988. Sigurður var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazzlífi undanfarin ár. Hann hefur gefið út fjóra geisladiska í eigin nafni: Gengið á lagið 1993, Gengið á hljóðið 1996, Himnastigann 1999 og Djúpið 2001. Ásamt Gunnari Gunnarssyni organista hefur hann sent frá sér geisladiskana Sálma lífsins 2000 og Sálma jólanna 2001. Sigurður hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum og leikið talsvert erlendis. Hann hefur tvisvar verið kjörinn jazzleikari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Kabarett er fyrsta verkefni Sigurðar með Leikhópnum Á senunni.

 
     

Til baka...