Orri Huginn Ágústsson
Kabarettgaur

Orri Huginn Ágústsson er fæddur í Reykjavík 1980. Fyrsta verkefni hans í atvinnuleikhúsi var hlutverk Ólafs Kárasonar ljósvíkings í opnunarverki Borgarleikhússins, Ljósi heimsins. Af öðrum verkefnum má nefna Þrúgur reiðinnar einnig í Borgarleikhúsinu og Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu. Orri er meðlimur í leikhópnum Hið lifandi leikhús og lék í sýningunni Aðfarir að lífi hennar. Orri útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands sl. vor. Hann lék í útvarpsleikritinu Næturgesturinn.

Orri Huginn hefur áður komið að verkefnum Leikhópsins Á senunni (Hinn fullkomni jafningi og Ævintýrið um Augastein) en Kabarett er fyrsta verkefni hans eftir útskrift.

 
     

Til baka...