|
Matthías Stefánsson
Fiðlu- og banjóleikari
Matthías Stefánsson er fiðlu- og banjóleikari sýningarinnar Kabarett.
Matthías lauk 8.stigi á fiðlu frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og kennir bæði á fiðlu og gítar við Tónskóla Eddu Borg í Breiðholti.
Matthías hefur komið víða við og spilað með fjölmörgum listamönnum, en hann er einna þekktastur fyrir blúsgítarleik. Á síðasta ári lék hann á fiðlu, gítar og banjó í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Chicago og um þessar mundir spilar hann í barnasöngleiknum “Annie” í Austurbæ.
Einnig lék hann inn á lög fyrir leiksýningarnar “Fame” og “Rómeo og Júlía” ásamt því að vera í sýningunni “Boðorðin 9” í Borgarleikhúsinu árið 2002.
Matthías er meðlimur í hljómsveitinni South River Band og hefur spilað inn á fjölmargar plötur með hinum ýmsu hljómlistamönnum.
|
|