Kristjana Skúladóttir
Helga Kabarettpæja

Kristjana Skúladóttir leikkona útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Fyrsta verkefnið hennar eftir útskrift
var hlutverk Hildar í sjónvarpsmyndinni Stóra stundin. Síðan þá hefur hún leikið Frú Kabúlett í Rómeó og Júlíu með Vesturporti, Stínu í barnaleikritinu Baulaðu nú! hjá Lab Loka, Madame Tourvel í Hættulegum kynnum með Dansleikhúsi með Ekka, “konuna” í Subfrau sýningunni This is not my boddy, Maríurnar í einleiknum þrjár Maríur í uppsetningu Strengjaleikhússins og nú síðast Sólveigu í kvikmyndinni Kvikindi sem er í smíðum hjá Vesturporti.

Kristjana hefur líka sungið mikið meðfram leiklistinni. Hún fékk fyrstu reynslu sína í hljómsveitarbraski og kóragrúbbum, stundaði svo nám í Söngskóla Reykjavíkur áður en hún lagði leiklistina fyrir sig og hefur síðustu ár einnig unnið sem söngkona. Kristjana er annar helmingur söng og gríndúettsins Geira og Villu sem hefur komið fram á fjöldamörgum samkomum um allt land.

Kristjana er að byrja leika aftur eftir barneignarfrí og leikur Helgu kabarettpæju.

 
     

Til baka...