Kolbrún Halldórsdóttir
leikstjóri

Kolbrún Halldórsdóttir er annar af stofnendum leikhópsins Á senunni og hefur leikstýrt þremur verkefnum hópsins; Hinum fullkomna jafningja, Ævintýrinu um Augastein og Paris at night. Hún hefur starfað sem leikstjóri í yfir 20 ár og hefur leikstýrt fjölda sýninga jafnt hjá atvinnuleikhúsunum sem áhugahópum víða um land. Meðal söngleikja, sem Kolbrún hefur leikstýrt má nefna Fiðlarann á þakinu, Hamingjuránið, Kardemommubæinn og Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu, Rocky Horror og Poppleikinn Óla hjá Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð, Happy End hjá Sumaróperunni, Jesus Christ Superstar hjá Freyvangsleikhúsinu, Oklahoma á Herranótt MR og Leðurblökuna hjá Leikfélagi Akureyrar. Kolbrún var einn af stofnendum leikhópsins Svart og sykurlaust og starfaði með honum sem leikari og leikstjóri á árunum 1982 - 1985. Þá var hún framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga frá 1988 - 1993. Hún starfaði sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil, bæði hljóðvarpi og sjónvarpi. Kolbrún er mikil baráttukona fyrir náttúruvernd og umhverfismálum og síðan 1999 hefur hún setið á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.

 

 
     

Til baka...