Kolfinna Knútsdóttir
Leikgervi

Kolfinna lauk Verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1980 og Stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla 1982. Vann við tölvuskráningu hjá Eimskipafélagi Íslands 1982 - 1985. Kolfinna fór til London 1985 og lærði hárkollugerð og förðun við Complections London school of make up.

1986-1988 starfaði hún við hin ýmsu freelance störf við förðun svo sem heimildarmyndir, blaða og sjónvarps-auglýsingar, hélt námskeið o.fl. 1988-1999 Starfaði hún við hárkollugerð og förðun hjá förðunardeild Þjóðleikhússins auk þess að starfa við förðun við sjónvarp, auglýsingar og kvikmyndir. Starfaði einnig við sýningar á Hárinu og Rocky Horror sem var sett upp af Flugfélaginu Lofti. Sá einnig um leikgervi fyrir Leikfélag Akureyrar í sýningunni Systur í Syndinni.

1999 stofnaði Kolfinna eigið fyrirtæki Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur ehf. Þjónustar fyrirtækið einstaklinga auglýsinga og kvikmynda-fyrirtæki, leikhópa, ofl.

Kolfinna sá um förðun í Kvikmyndinni Reginu 2001 og seinasta þátt Fóstbræðra 2002

 
     

Til baka...