Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Fraulein Kost

Katla Margrét Þorgeirsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1997. Hún fór með hlutverk í Systur í syndinni eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur hjá Leikfélagi Akureyrar vorið 1999. Þá lék hún í gamanleiknum Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds, sem Draumasmiðjan sýndi í Gamla bíói haustið 1999, og Panódíl fyrir tvo eftir Woody Allen, sem sýnt var í Loftkastalanum vorið 2000. Katla Margrét hóf störf með Leikfélagi Reykjavíkur haustið 2000. Hún hefur leikið fjölmörg hlutverk hjá LR, nú síðast Sæunni í Híbýlum vindanna. Katla er meðlimur í hljómsveitinni Heimilistónar.

Katla tók við hlutverki Donnu í Kvetch með Leikhópnum Á senunni árið 2003.

 
     

Til baka...