|
Karl Olgeirsson
Hljómsveitarstjóri
Karl O. Olgeirsson (f. 1972) hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 16 ára aldri. Hann hefur verið tónlistarstjóri og/eða hljómsveitarstjóri í mörgum sýningum, svo sem Rómeó og Júlíu, Kalla á þakinu, Fame, Chicago, Paris at night, Djöflaeyjunni, Sporvagninum Girnd, Bangssímon, Sumar á Sýrlandi, o.fl.
Einnig tekið þátt sem hljóðfæraleikari og/eða aðstoðartónlistarstjóri í verkum eins og Litlu hryllingsbúðinni, Kysstu mig Kata, Evitu, Hedwig, Rocky Horror o.fl.
Hann hefur útsett og stjórnað tónleikum á borð við hinum árlegu Frostrósar-jólatónleikum og verið útsetjari og upptökustjóri á fjölmörgum plötum.
Hann hefur einnig samið tónlist fyrir fjölmarga söngvara og sjónvarpsþætti. Hann hefur unnið með listamönnum eins og Bratislava sinfóníuhljómsveitinni og Björk.
Hann hefur starfað í sjónvarpi í þáttum eins og Það var lagið (Stöð 2), Stutt í spunann (RÚV), Fólk með Sirrý (Skjár 1)og Mósaík (RÚV). Einnig hefur hann starfað sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2.
Hann leikur með hljómsveitinni Milljónamæringunum.
|
|