Jóhann Bjarni Pálmason
Ljósameistari

Jóhann Bjarni Pálmason hóf störf hjá Íslensku óperunni árið 1984. Árin 1991-1993 stundaði hann nám í ljósahönnun í The Central School of Speech and Drama í Lundúnum. Jóhann hefur hannað lýsingu fyrir ýmsa leikhópa og leikhús, svo sem Íslenska dansflokkinn, Hitt leikhúsið, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Frú Emelíu, leikhópinn Augnablik, The Icelandic Takeaway Theater og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur Jóhann hannað lýsingu í fjölmörgum sýningum Íslensku óperunnar.

 
     

Til baka...