Hildur Hafstein
Búningahönnun

Hildur Hafstein lærði í Central Saint Martins College of Art and Design, London, Listháskóla Íslands. (B.A. gráða í textílhönnun), La Escuela de Artes y Técnincas de la Moda. Barcelona (Fatahönnun) og Iðnskólanum í Reykjavík (fataiðn). Hún hefur komið víða við á ferli sínum og hannað búninga fyrir verkefni eins og Hárið í Austurbæ, Listahátíð í Reykjavík, Danshátíð í Reykjavík og ýmsar stuttmyndir. Þá hefur hún haldið einkasýningar á hönnun sinni. Hildur hannaði búninga Selmu í Eurovision árið 2005 og hefur komið víða við sem stílisti.

Kabarett er fyrsta verkefni Hildar fyrir Leikhópinn Á senunni.

www.hildurhafstein.com

 
     

Til baka...