Guðjón Davíð Karlsson
Bobby og sjóliði

Guðjón Davíð útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla
Íslands sl. vor. Samhliða lokaverkefninu í Nemendaleikhúsinu lék Guðjón Markó
í leikritinu Pakkið á móti hjá leikfélagi Akureyrar. Af öðrum hlutverkum má nefna, Kela í Grease í borgarleikhúsinu, Voffa í Hárinu sem sýnt var í Austurbæ auk þess sem Guðjón er annar stofnandi leihópsins Hið lifandi leikhús og hefur hann leikið í tveimur af sýningum leikhópsins, Aðfarir að lífi hennar og i Pentagon. Nú í sumar hefur Guðjón verið að talsetja teiknimyndir samhliða Kabarett auk þess sem hann lék í útvarpsleikritinu Næturgesturinn sem flutt verður nú í lok sumars. Ekki má gleyma því að hann er annar söngvarinn í hljómsveitinn Hollívúdd sem sérhæfir sig í að spila íslenska tónlist frá árunum 84-95. Guðjón Davíð er fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar næsta leikár.

 
     

Til baka...