Edda Þórarinsdóttir
Fraulein Shneider

Edda Þórarinsdóttir fæddist á Siglufirði 1945, en ólst að mestu upp í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Leikfélag Reykjavíkur árið 1967, en frumraun hennar var að leika ljón í barnaleikriti LR. Fyrsta stóra hlutverkið eftir útskrift var þrínefjaða brúðurin Róberta í leikriti Unescos, Jakob eða uppeldið, sem sett var upp hjá leikhópnum Grímu. Ári síðar lék hún söngkonuna Mary í Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason hjá LR. Í eitt ár starfaði hún svo með Leiksmiðjunni og lék þar ýmis hlutverk. Síðan tóku við hlutverk eins og Norma í Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban fyrir Ríkissjónvarpið og frú Makbeð í Makbeð eftir Shakespeare hjá LR. Helstu hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu voru Pollý Peachum í Túskildingsóperu Brechts, Öskubuska í samnefndu leikriti Swartchs, Beta í Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur og Sally Bowles í Kabarett. Árið 1985 lék hún og söng hlutverk Edith Piaf í samnefndu leikriti eftir Pam Gems hjá Leikfélagi Akureyrar og Hinu leikhúsinu í Gamla bíói. Árið 1996 lék hún konu B í Þrjár konur stórar eftir Edward Albee með Kjallaraleikhúsinu og svo var hún með í Heilögum syndurum eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur með Leikhúsi í kirkju.

Á árunum 1969 til 1980 starfaði hún með söngtríóinu Þrjú á palli. Þau ferðuðust víða innlands og utan og gáfu SG hljómplötur út sjö plötur með tríóinu.

Árið 1987 stundaði hún nám í Columbia Collage, kvikmyndagerðarskóla í Hollywood. Hún hefur af og til annaðist þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og sjónvarp og árið 2000 gerði hún ásamt Gísla Gestssyni heimildarmynd fyrir sjónvarpið um mannlíf og árlega tónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri.

Veturinn 1991-92 stundaði hún nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, en vorið 1992 var hún kosin formaður Félags íslenskra leikara og starfaði þar í ellefu ár. Núna situr Edda sem varamaður í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og er einn af tveim áheyrnarfulltrúum Bandalags íslenskra listamanna í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur.

Edda Þórarinsdóttir
Kt. 111145-2459
Sími 581-4540 eða 896-6041

 
     

Til baka...