Borgar Garðarsson
Herr Schultz

Borgar Garðarsson er fæddur árið 1938. Hann nam leiklist hjá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Frumraun hans sem atvinnuleikara var í verki Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, árið 1963. Borgar var 10 ár fastráðinn leikari hjá LR og lék fjölmörg hlutverk. Árið 1973 fluttist hann til Finnlands og hóf að vinna með Lilla Teatern í Helsinki. Frá árinu 1981 hefur Borgar unnið sjálfstætt sem leikari og leikstjóri í leikhúsum á Íslandi, í Danmörku og Finnlandi. Hann var einn af stofnendum leikhópsins Bandamanna árið 1991 og hefur tekið þátt í öllum sýningum hópsins. Borgar Garðarsson er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í bænum Borgå, rétt fyrir utan Helsinki. 

 
     

Til baka...