Birna Hafstein
Kabarettpæja

Birna Hafstein útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur vorið 1998 með 8.stig í klassískum söng. Meðan á námi stóð tók hún þátt í nokkrum söngleikjum þar á meðal Hárinu í Íslensku Óperunni, Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu og West Side Story í Þjóðleikhúsinu. Um haustið sama ár hélt hún utan til frekara náms. Birna útskrifaðist frá leiklistarskólanum Arts Educationals í London árið 2001 og starfaði sem leik og söngkona í London í nokkur ár. Árið 2003/2004 kom hún heim til að starfa með leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og starfar þar enn. Meðal hlutverka hennar hér á landi eru Lísa í söngleiknum Chicago, Halldóra Kolbeinsdóttir í Híbýlum Vindanna, Súsí í Litlu Stúlkunni með eldspíturnar og kennslukonan í Línu Langsokk. Birna hefur nú þegar hafið æfingar á leikritinu Sölku Völku í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Bachman sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í haust. Birna er einn af stofnendum leikhópsins Thalamus sem setti upp verkið In Transit sem fór á ferðalag um Evrópu á síðasta ári.

 
     

Til baka...