Agnes Kristjónsdóttir
söngvari/ dansari

Leikmenntun:
Lauk 8.stigs söngprófi árið 2000 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, en hóf söngnám 1989. Hef komið fram á tónleikum bæði sem einsöngvari og í kór. Syng daglega við kirkjulegar athafnir ein og með Kammerkór Bústaðakirkju.
Söngleikir/Óperur/leikrit.
Borgarleikhúsið, La Bóhéme (Óperusmiðjan), Eva Luna, Þjóðleikhúsið, Kardimommubærinn (var þar einnig danshöfundur ásamt leikstjóra), West Side Story, Vald örlaganna, Íslenska Óperan, Sardasfurstynjan, Evíta, Carmen negra, Carmen (ópera í Laugardalshöll), Tosca- Íslenska Óperan 2005

Dansmenntun:
Ballettskóli Eddu Scheving, 2ár
Listdansskóli Þjóðleikhússins, 5 ár
Jazzballettskóli Báru, 8ár – var í sýningarflokki.
Námskeið í Kramhúsinu og erlendis í:
afró, magadansi, argentískum tangó, samba, kennaranámskeið, spönskum dönsum, líkamsbeitingu ofl.

Danssýningar:
Nemendasýningar hjá Listdansskóla Þjóðleikhússins, Ballettinn Ys og þys út af engu (LÞ), Tangósýning á Hótel Borg (Kramhúsið)
Tangósýning á Listahátíð í Hressingarskálanum (Kramhúsið), Magadansatriði á skemmtikvöldi í Tjarnarbíó (Kramhúsið), Samba og kalipsó atriði í Tjarnarbíó (Kramhúsið), Bítlashów á vegum Hótel Íslands, Marhaba - kom fram sem magadansari um nokkurra vikna skeið, Sýningar á vegum sýningaflokks JSB, Martröð (Hafnarbíó), Jassinn (Háskólabíó), Slaughter on tenth avenue (Hótel Saga og víðar), Starlight Express (Hótel Saga), Evíta (afmælissýning Hótel Saga), Chess (Hótel Saga), UFO (Klúbburinn), Take it from the top (Broadway, Háskólabíó og víðar), On your toes (Hótel Saga), Chours Line (Broadway), Jass í kringum landið með hljómsveitinni Rætur

Starfa auk söngsins sem blaðamaður hjá Séð og Heyrt, leikfimi og danskennari hjá Dansrækt JSB og við skipulagningu á menningarviðburðum.

 

 
     

Til baka...