Gagnrýni Valgeirs Skagfjörð í Fréttablaðinu

“Sýning með brodd og bravör!”

“Sýning leikhópsins ,,Á senunni” er vönduð og metnaðarfull.”

“Kolbrún stýrir fleyinu í örugga höfn og notar tækifærið um leið til að draga fram þann ádeilubrodd sem býr í verkinu.”

“Leikarahópurinn er einkar glæsilegur. Þrír nýútskrifaðir leikarar í bland með þeim reyndari og svo ,,gamlar kanónur” svona rétt til að setja punktinn yfir.”

“Það var virkilega notalegt að sjá þau Borgar Garðarsson og Eddu Þórarinsdóttur aftur á sviði. Mikil hlýja og falleg nærvera einkenndi túlkun þeirra á Fraulein Schneider og Herr Shultz, auk þess komust þau prýðilega frá söngnum.”

“Felix Bergsson skilaði sínu hlutverki með sóma og virkaði gervið og búningurinn sérdeilis vel.”

“Katla Margrét leikur hina léttlyndu Fraulein Kost. Það er skemmtilegt hlutverk og leikkonunni tókst mjög vel upp. Það fylgdi henni mikið líf í hvert skipti sem hún birtist á sviðinu. Gervið og búningurinn á henni var mjög vel heppnaður.”

“Guðjón og Orri Huginn fara með ýmis smærri hlutverk og miðað við efni og aðstæður þá skila þeir sínu fullkomlega. Einkum voru þeir fyndnir í hlutverkum tveggja sjóliða.”

“Magnús Jónsson birtist nú aftur á sviðinu eftir nokkra fjarveru. Hann er hér í hinu heimsfræga hlutverki Emmsé kabrettstjóra sem Joel Gray hlaut Óskarsverðlaun fyrir á sínum tíma. Magnús Jónsson var bara helmingi betri og tíu sinnum flottari og verst að ekki skuli vera til Óskarslverðlaun handa honum fyrir þessa frábæru túlkun. Leiðin sem leikstjórinn velur gengur fullkomlega upp og Magnús lætur sig ekki muna um að vera holdgervingur Þýskalands komplett.”

“Þá er ótalin óumdeilanlega stjarna kvöldsins, Þórunn Lárusdóttir. Hlutverk Sally Bowles hefur hreinlega beðið eftir henni. Hún var jafn sprúðlandi og örugg í söngnúmerunum sínum eins og hún gat verið lítil og umkomulaus þegar allt fór á versta veg hjá aumingja Sally sem kann illa fótum sínum forráð og flýr á náðir Ginflöskunnar. Glæsileg frammistaða!”

“Það er ástæða að óska leikhópnum til hamingju með vel heppnaða sýningu á Kabarett.”

 
     

Til baka...